Stúdentar fagna fullveldishátíð

Stúdentum gefst tækifæri til að skrifa nafn sitt í Selskinnu á fullveldishátíð stúdenta, 1. desember. Mynd/Stúdentablaðið

Stúdentum gefst tækifæri til að skrifa nafn sitt í Selskinnu á fullveldishátíð stúdenta, 1. desember. Mynd/Stúdentablaðið

Fullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.

Í tilefni dagsins stendur Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir sérstakri hátíðardagskrá og býður meðal annars upp á sveppasúpu á Háskólatorgi í hádeginu. Þar verður einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda sem nú stendur yfir á síðunni www.haskolarnir.is, og skrá nafn sitt í Selskinnu.

Selskinna var áður notuð til að fjármagna byggingu Stúdentagarða en Thor Thors, þáverandi formaður Stúdentaráðs, lýsir Selskinnu þannig: 

„Er hún hið ytra mesta þing, bundin í selskinn og spjöld hennar prýdd greyptum málmspjöldum og hornhlífum. En innihald hennar er rithandasafn Íslendinga og er bókinni ætlað að fara um land alt og þess vænt, að hver góður Íslendingur riti nafn sitt í hana. Fyrir að rita í bókina greiðir hver maður eina krónu. Hún hefur tvennan tilgang, að vernda rithönd manna og styrkja stúdentagarðinn.
Selskinna er merkilegt rit. Mynd/Stúdentablaðið

Selskinna er merkilegt rit. Mynd/Stúdentablaðið

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stúdentaráð sendi frá sér í gær en þar segir jafnframt; „Ein króna árið 1923 er ekki það sama og ein króna í dag, en til samanburðar þá fer verðlagsreiknivél hagstofu ekki lengra en til ársins 1939, en ein króna þá var 23.163,51 króna á verðlagi dagsins í dag. Það verður þó ekki rukkað fyrir undirskriftir á morgun en gestum og gangandi býðst þó að skrifa í bókina." 

Hátíðardagskrá 1. desember 2016 í heild sinni má sjá hér að neðan

Kl. 10:00 Stúdentar, ásamt rektor ganga frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands að leiði Jóns Sigurðssonar.

Kl. 10:10 Blómsveigur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar.
-  Stúdentar leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar.
-  Stúdentinn Inga María Árnadóttir flytur hugvekju.

Kl. 11:00 Messa guðfræðinema í Kapellunni, Aðalbyggingu.

Kl  12:00 Sveppasúpa í boði Stúdentaráðs á Háskólatorgi og Selskinna tekin fram.