20 hlutir sem ég elska við Ísland

- English below - 

Þegar ég flutti frá Barcelona til Reykjavíkur fann ég að hvorki fjölskylda mín né vinir skildu þessa ákvörðun fullkomlega. Það sem meira var, margir Íslendingar virtust hálfpartinn vorkenna mér líkt og ég hefði verið gerður útlagi og væri hér gegn vilja mínum. Sem rithöfundur hef ég lengi þráð að búa í landi með mikils metna bókmenntahefð. Flutningurinn til Íslands hafði, samt sem áður, í för með sér áhættuna af því að segja upp öruggri vinnu í Barcelona og reyna að hafa lifibrauð af því að skrifa, í stað þess að hafa það sem áhugamál. Ég hugsa stundum með mér: Ég elska Ísland en elskar Ísland mig? 

Ég tók saman 20 kosti þess að búa á Íslandi:

1. Að sjá einhvern landsfrægan, eða jafnvel heimsfrægan, á veitingastað og hann fær að vera í 
friði og enginn biður hann um eiginhandaáritun.

2. Að sjá kunningja ganga hinum megin við götuna en skiptast samt sem áður á kveðjum og 
hrópa: „Takk fyrir síðast!“ 

Mynd: Reykjavík.is

Mynd: Reykjavík.is

3. Að börnin fara alltaf út að leika sér þrátt fyrir rigningu eða snjó. Í Barcelona er rigning 
afsökun fyrir því að halda börnunum hreinum og þurrum innandyra. Við þekkjum ekki 
málsháttinn: „Enginn er verri þótt hann vökni.“

4. Að fólk fylgir reglunum, til dæmis drekkur ekki ef það er akandi og reykir ekki í verslunum. 
Þeim fáu sem fylgja þessum reglum á Spáni líður gjarnan kjánalega.

5. Að finna ilm af grillveislum umlykja borgina á góðviðrisdögum.

6. Að hafa kyndingu jafnvel í hjólageymslunni og í sameign hússins.

7. Að geta hjólað hvert sem ég þarf að fara og geta farið í dal, skóg og fjörð án þess að yfirgefa Reykjavík.

8. Að geta farið að versla á sunnudögum ólíkt því sem hægt er í Barcelona þar sem allar búðir 
eru lokaðar á sunnudögum þrátt fyrir að 60.000 skemmtiferðaskipafarþegar ráfi Römbluna í 
leit að stað til að eyða peningunum sínum á.

9. Að kranavatnið er bragðgott og ódýrt og auk þess frítt á veitingastöðum. Í Barcelona er 
vatnið bæði vont og dýrt. Þú finnur jafnvel óbragðið þegar þú burstar tennurnar. 

10. Að kvikmyndir eru ekki talsettar í sjónvarpinu eins og á Spáni. Það útskýrir bága 
enskukunnáttu Spánverja.

11. Að foreldrum er boðið í barnaafmæli og fá að borða meira en börnin af heimagerðum 
kökum, bökum og brauðtertum.

12. Að geta farið í sund utandyra í snjókomu og fengið sér ís eftir á.

13. Að geta skilið dyrnar að húsinu þínu eða bíl eftir opnar án þess að vera rændur. Og að 
geta verslað eitthvað á vefsíðunni Bland.is, fengið það heim til þín og borgað í gegnum 
heimabankann daginn eftir. Fólk treystir ennþá öðru fólki.

14. Að borða lambakjöt, humar og bleikju. Hver segir að það sé ekki góður matur á Íslandi? 

15. Að fara í útilegu og í sumarbústað. Bjórinn verður aldrei of heitur úti!

16. Að fylgjast með litlu skrýtnu flugvélunum fljúga yfir höfðinu á okkur og lenda á krúttlega 
Reykjavíkurflugvelli. Það er enginn innanlands flugvöllur í miðborg Barcelona.

17. Að það sé fallegt friðartákn í miðri Reykjavíkurborg: Höfði, þar sem Reagan og Gorbachev 
skrifuðu undir lok kaldastríðsins.

18. Að hafa vinalega kirkjugarða í ríkum hverfum í stað óhugnanlegra kirkjugarða á 
niðurbrotnum svæðum líkt og á Spáni.

19. Að njóta litadýrðar stóra íslenska himinsins og hafsins og andstæðnanna í náttúrunni eins og svarta hrafna í hvítum snjó og eldgos með upptök undir jökli.

20. Að kvöldmaturinn er borðaður snemma og að það er líf eftir hann. Ég þoli ekki að fara að 
sofa með útþanin maga eins og ég var vanur á Spáni.


20 things I love about Iceland

When I moved from Barcelona to Reykjavík, my friends and family didn’t understand it completely and some Icelanders even felt sorry for me, as if I had been exiled. As an author, my dream has always been to live in a country with a prestigious literary tradition. For me however, moving to Iceland meant much more. It was the risk of quitting a safe job in Barcelona and trying to make a living by writing instead of having it as a hobby. I sometimes ask myself: “I love Iceland, but does Iceland love me?”

I summarized twenty things that I love about Iceland:

1.Seeing a celebrity having dinner at the same restaurant as you and people barely look at him and no one gets up to ask for an autograph.

2.Seeing a friend walking on the opposite side of the street and still exchanging greetings: “Takk fyrir síðast!” (Thank you for the last time!).

3.That children always go out despite the rain or the snow. In Barcelona, rain’s considered a reason to stay indoors to keep the children clean and dry. We don’t know the Icelandic saying: ”Enginn er verri þótt hann vökni” (No one is worse for getting wet).

4.That people follow the rules, for example not drinking and driving and not smoking in a 
supermarket. In Spain the few people who follow the rules usually feel silly. 

5.The smell of barbecues around the city when the weather is good.

6. Having heating even in the bike room or the common hall of the building.

7. Being able to bike wherever I need to go and to go by a valley, a forest, and a bay without 
leaving Reykjavík. 

8. Being able to go shopping on Sundays, not as in Barcelona where all the shops are closed on Sundays despite the fact that 60.000 cruise passengers are walking up and down The Ramblas looking for a place to spend their money.

9. Having tasty and cheap tap water that’s even free at restaurants; in Spain it’s expensive and bad even for brushing your teeth.

10. That films are not dubbed on TV as they are in Spain. It explains why Spaniards are not so 
skilled at English.

11. That parents are invited to children’s birthday parties and get to eat more homemade cake, tart, and “brauðterta” than the children.

12.Going to an outdoors swimming pool while it’s snowing and having an ice cream afterwards.

13. Being able to leave the doors of your house and car open without being robbed. And to be able to buy something on the webpage Bland.is, bring it home, and make the payment transfer the day after. People still trust people. 

14. Eating lamb, lobster, and arctic char. Who says there’s no good food in Iceland?

15. Going camping and to summerhouses. Beer never gets warm outside!

16. The cute local airport in Reykjavík with its funny small planes flying over our heads. We don’t have any in the town of Barcelona.

17. Having a beautiful symbol of peace in the middle of Reykjavík: Höfði, the building where 
Reagan and Gorbachev signed the end of the Cold War.

18. Having friendly cemeteries in rich neighborhoods rather than the scary ones located in 
devastated areas in Spain.

19.The different colors of the light in the huge Icelandic sky and sea, and the contrasts in the nature, like the crows in the snow and a volcanic eruption under a glacier.

20. Having life after dinner. I like the tradition of eating dinner early. I hate going to bed with my belly full as I used to do in Spain.

Karítas Hrundar Pálsdóttir þýddi